TAKK FYRIR STUÐNINGINN  !

TAKK FYRIR STUÐNINGINN  !


Félagar í Kiwanisklúbbnum ÓS þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu með stuðningi sínum í jólatréssölu klúbbsins fyrir jólin. Þessi stuðningur hefur þegar verið sendur áfram til þeirra sem á þurftu að halda yfir hátíðirnar og vonum við að þetta framtak okkar með ykkar hjálp hafi gefið þeim sem á þurftu að halda, ástæðu til að brosa og njóta hátíðanna.   
 
Við hvetjum foreldra með langveik börn til að kynna sér okkar starf og ræða við okkur um hvernig við gætum hjálpað. Kiwanisklúbburinn Ós sem og öll Kiwanishreyfingin hefur þarfir barna að leiðarljósi og

við erum þakklátir fyrir allan þann stuðning sem við fáum í baráttunni.   
  
Um hátíðarnar styrktum við 850.000 þúsund í Samfélagssjóð Hornafjarðar og lagði Nettó 250.000 til styrksins í samfélagssjóðinn. Einnig styrktum við fjölskyldu um 300.000 en afrakstur jólatréssölu okkar núna í desember fór í þessa styrki.  
 
Sérstakar þakkir fá dyggir bakhjarlar sem standa þétt við bakið á okkar starfi og þar má sérstaklega nefna; Húsasmiðjuna, Flytjandi, Nettó, Sælgætisgerðin Freyja, 
H. Christensen, Mikael, Ajtel, Martölvan, Rimma, útgáfa Eystrahorns, Vélsmiðjan Foss svo einhverjir séu nefndir. Það má sjá af þessari upptalningu að margir láta sig  góðgerðarmál varða og styrkja okkar starf.  
 
Til fróðleiks má geta að alþjóðahreyfing Kiwanis Internatonial tekur virkan þátt í að hjálpa börnum heimsins, t.d. Kiwanis Children Fund sem vinnur að því að útrýma stífkrampa á heimsvísu í samstarfi með UNICEF. PÍETA samtökin, BUGL og Samfélagssjóðurinn á Höfn ásamt fjölda annarra verkefna njóta stuðnings frá Kiwanisklúbbnum Ós.  
 
Kiwanisklúbburinn Ós hvetur áhugasama karla og konur að vera í sambandi Kiwanisfélaga um inngöngu í Kiwanisklúbb og á netfanginu seinars@kiwanis.is. Ekki má gleyma að stefnt er að stofnun kvennaklúbbs á Hornafirði og eru upplýsingar í Facebook hópnum Konur í Kiwanis Hornafirði. 
  
Bestu þakkir fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Ós.  
                 Jón Áki Bjarnason forseti og félagar.  

Frá vinstri er Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri í Nettó Höfn og Jón Áki Bjarnason forseti Kiwanisklúbbsins Ós